Select Page

Ör fjölgun ferðamanna hefur mikil áhrif á gróður og ásýnd landsins en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum ferðamanna á gróður og jarðveg. Skortur er á heildarskipulag eða stefnumótun í uppbyggingu gönguleiða og göngustíga en vissulega hafa sveitarfélög, stofnanir, áhugamannafélög og sjálfboðaliðar hafa unnið mikilvægt starf við að leggja göngustíga sem taka mið af viðkvæmri náttúru og öryggi ferðamanna. Þetta verk þarf að styðja með aukinni fræðslu en fagþekking á þessum málaflokki er lítil, dreifð og oft óaðgengileg. Einnig þarf að stuðla að auknum rannsóknum og nýta niðurstöður rannsókna sem þegar hafa verið gerðar. Aukin fagþekking er lykillinn að árangri.

Aukinn skilningur er á þessum málaflokki er í samfélaginu og hefur meðal annars verið stofnað félagið Stígavinir félag um göngustígagerð, en að því standa hópur fólks sem kemur að þessum málum hér á landi. Markmið félagsins er að stuðla að aukinni meðvitund um mikilvægi göngustíga og miðlun þekkingar á málaflokknum. Félagið er öllum opið og hægt að skrá sig í félagið á stigavinir@gmail.com

Örn Þór Halldórsson, starfsmaður Landgræðslunnar, vinnur á þessum vettvangi og veitir frekari upplýsingar og svarar fyrirspurnum í síma 899 0551. Netfangið er orn.thor.halldorsson@frettir.land.is

Efni á vefnum um stefnu í uppbyggingu gönguleiða/göngustíga í náttúrunni:
Mending our ways . The quality approach to managing upland paths
Principles to guide the management of path erosion in Ireland’s upland areas
Path Erosion and Management 
Nokkrir tenglar inn á heimsíður sem leiðbeina um staðarval, lagningu og viðhald gönguleiða og göngustíga
A Guide to Planning and Developing Recreational Trails in Ireland
Upland Path Management
Handbook for Trail Design, Construction and Maintenance
Trail Maintenance & Management

 

Skip to content