Select Page

15.5.2017 / Sagnagarður, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar í Gunnarsholti, verður opinn í sumar. Aðgangur er ókeypis – þó með þeirri undantekningu að greiða þarf gjald ef óskað er leiðsagnar. Í Sagnagarði í Gunnarsholti er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi. Í Sagnagarði er góð aðstaða til þess að taka á móti litlum og stórum hópum.

Sagnagarður verður opinn virka daga í maí frá kl. 10 – 16.
Frá 1. júní til 31. ágúst verður opið alla daga vikunnar frá kl 10 – 17.

Aðgangseyrir
Aðgangur er ókeypis

Gjald er innheimt ef óskað er eftir leiðsögn
Hópar (10 manns og fleiri) geta óskað eftir leiðsögn. Panta þarf leiðsögn  með þriggja daga fyrirvara og greiða fyrir hana.

Hópur greiðir samkvæmt  eftirfarandi gjaldskrá:
Fullorðnir (18 ára og eldri) kr. 1500
Eldri borgarar (67 ára og eldri)  kr. 750
Nemendur kr. 750
Börn þurfa ekki að greiða aðgangseyri.
Greiða þarf fyrir leiðsögn hópa með beiðni eða með reiðufé. Ef greitt er með peningum þarf að greiða fyrir alla í einu og verður fararstjóri að annast söfnun aðgangseyris hjá hópnum.
Vinsamlega hringið í síma 488 3000 til að bóka leiðsögn og fá nánari upplýsingar.

Um Sagnagarð á íslensku

Um Sagnagarð á ensku

Kort af svæðinu

Skip to content