26.2.2018 / Nýlega kom út ársskýrsla um verkefni Landgræðslunnar Bændur græða landið fyrir árið 2017. Bændur græða landið er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og landeigenda um stöðvun rofs og uppgræðslu heimalanda. Landgræðslan styrkir bændur um 85% af verði uppgræðsluáburðar og lætur bændur fá fræ ef þess gerist þörf.
Á árinu 2017 voru skráðir þátttakendur 548, af þeim voru á árinu 499 virkir þátttakendur, sem þýðir að einungis 8,6% þátttakenda voru óvirkir á árinu. Er það minnsta hlutfall óvirkra þátttakenda frá upphafi verkefnisins.
Eftir árið 2011 var markvisst farið í niðurskurð á verkefninu, en þá var magn áburðar á þátttakenda og þannig heildarmagn áburðar í verkefninu skorið niður án þess þó að fjölda þátttakenda fækkaði. Á árinu 2017 er heildaráburðarmagn og magn áburðar á hvern þátttakenda þó aftur komið í það magn sem var á árunum 2006-2011. Heildarmagn notaðs áburðar var 1063,9 tonn sem gerir um 2,1 tonn af áburði á þátttakenda.
Sjá ársskýrslu BGL fyrir árið 2017