“Matvælastofnun vekur athygli bænda sem taka þátt í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu á að frestur til að uppfæra landbótaáætlanir er til 1. mars nk. sbr. bráðabirgðaákvæði í reglugerð nr. 536/2015 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Landbótaáætlun skv. 15. gr. skal gera fyrir beitiland sem uppfyllir ekki kröfur samkvæmt viðauka I í reglugerð nr. 1160/2013. Framleiðandi sem ekki uppfyllir skilyrði reglugerðar um landnýtingu og ástand lands í landbótaáætlun uppfyllir ekki skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 536/2015,“ segir í frétt á heimasíðu Matvælastofnunar.
Matvælastofnun bendir bændum á „… að hægt er að leita aðstoðar Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana og eru bændur hvattir til að setja sig í samband við héraðsfulltrúa hennar, óski þeir aðstoðar eða nánari upplýsinga vegna þessa.“