17. desember 2014 | Sorpstöð Rangárvallasýslu, Landgræðsla ríkisins, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur gerðu í dag með sér samkomulag um notkun á seyru til landgræðslu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnanna.
Tilgangurinn er að nýta þá seyru sem til fellur í Rangárþingi til landgræðslu á svæðum á forræði Landgræðslu ríkisins og er samkomulagið gert til þriggja ára.
Samningurinn markar tímamót í notkun á seyru til landgræðslu og utan þess að stuðla að aukinni landgræðslu þá er áætlað að samstarfið muni spara sveitarfélögunum og íbúum þeirra verulegar fjárhæðir, en til stendur að bjóða reglubunda losun á öllum rotþróm á svæðinu í kjölfarið.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Miðjunni á Hellu við undirritun samningsins skrifa þeir Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri, Ágúst Ingi Ólafsson stjórnarformaður Sorpstöðvarinnar, Sveinn Runólfsson forstjóri Landgræðslunnar, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri og Björgvin G. Sigurðsson, sveitarstjóri, samninginn nú í morgun.