29.8.2016 / Á bæjarhátíð Mosfellsbæjar „Í túninu heima“ hlaut Andrés Arnalds, starfsmaður Landgræðslunnar um árabil, viðurkenningu umhverfisnefndar fyrir störf sín á sviði umhverfismála. Hátíðin var haldin um nýliðna helgi. Af sama tilefni hlutu þau Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands, sams konar viðurkenningu. Mosfellsbær hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál og náttúra sveitarfélagsins laðar til sín íbúa sem sækja í hvers kyns útivist. Viðurkenning Andrésar beinist einkum að störfum á sviði umhverfismála í Mosfellsbæ, landgræðslu og vitundarvakningu um umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar. Á myndinni er Andrés með eiginkonu sinni, Guðrúnu Pálmadóttur, við móttöku viðurkenningarinnar.
Sjá heimasíðu Mosfellsbæjar