Select Page

5.9.2016 / Síðastliðið haust lauk Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi Landgræðslunnar, meistaranámi við háskólann í Rostock í Þýskalandi. Í meistaraverkefni sínu þróaði hún verkefni um jarðvegsvernd og sjálfbærni fyrir íslenska grunnskóla sem stenst þær kröfur sem eru gerðar innan hugmyndafræði menntunar til sjálfbærni og sem fellur einnig vel að aðstæðum í íslenskum skólum, sérstaklega með tilliti til aðalnámskrár. Skólaverkefni Guðrúnar, „Að undirbúa jarðveginn – jarðvegur, sjálfbærni og ég“, samanstendur af hlutverkaleik, úrvinnslu með svokallaðri „fullyrðinga-aðferð“ og Gudrun_IMG_1792sýningu nemenda á niðurstöðum viðkomandi verkefnis. Það er hugsað fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla sem framhaldsverkefni í útikennslu-verkefnum eins og t.d. Vistheimtarverkefni Landverndar. Í verkefninu Að undirbúa jarðveginn er lögð áhersla á að nemendur rökræði spurninguna um réttlæti, þjálfi hæfni til lýðræðisþátttöku og samkenndar, til gagnrýninnar hugsunar og samskipta. Geta til aðgerða verður m.a. örvuð þegar nemendur eiga að huga að eigin hegðun og neyslu og að rökræða möguleika til lausnar.

Verkefnið verður prófað í nokkrum skólum í haust. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Guðrún í gegnum tölvupóst: gudrun@frettir.land.is eða í síma: 488-3063.

Hér má lesa Agrip og útdrátt úr meistaraverkefni Guðrúnar Meistaraverkefni GSch og fræðast meira um þetta skólaverkefni.

Skip to content