Select Page

Í þessari ritgerð Sæmundar Sveinssonar  og Ólafar Sæmundardóttur er gerð grein fyrir sögu skógræktar í Gunnarsholti, höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins. Sú saga hefst er birkifræi er sáð vorið 1939 í fyrsta landgræðsluskóginn á Íslandi. Hann hefur verið nefndur Gunnlaugsskógur eftir fyrsta sandgræðslustjóranum Gunnlaugi Kristmundssyni. Skógurinn hefur breiðst út eftir því sem hefting uppblásturs hefur miðað í nágrenninu. Greint er frá upphafi skjólbeltagerðar í Gunnarholti frá 1959 og annarri skógrækt á staðnum. Meginefni ritgerðarinnar fjallar um Asparreitinn í Gunnarsholti, tilurð hans og þýðingu fyrir umhverfisrannsóknir á Íslandi. Þar var fyrst plantað vorið 1990 um 145.000 aspargræðlingum öllum af sama klóninum. Margir aðilar komu að fyrsta rannsóknaverkefninu sem er stærsta alþjóðlega rannsóknaverkefnið í skógrækt hér á landi. Síðan fylgdu a.m.k. ein 10 önnur rannsóknaverkefni í kjölfarið og á milli 20 og 30 ritrýndar greinar hafa verið gefnar út um rannsóknirnar í Asparreitnum. Margar þeirra fjalla um rannsóknir á bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri. Smella hér til að sjá ritgerðina.

Skip to content