Átta umsækjendur eru um embætti landgræðslustjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 5. mars síðastliðinn.
Umsækjendur eru:
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
Árni Bragason, forstjóri NordGen
Benedikt Arnórsson, bóndi
Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands
Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri á landverndarsviði hjá Landgræðslu ríkisins
Rannveig Anna Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Resource and Climate Consultancy
Rodrigo Ademar Martinez Catala, Environmental Educator hjá Camping La Belvedere
Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins
Umsóknarfrestur var til 20. mars sl. og mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára að ráðningarferli loknu.