17.12.2018 / Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Um er að ræða styrki sem veittir eru til slíkra verkefna skv. lögum nr. 91/2002 um varnir gegn landbroti. Styrkirnir eru veittir til hvers konar verkefna til varnar því að vatnsföll eyði mannvirkjum eða gangi á gróið land. Við forgangsröðun verkefna er m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þeirra mannvirkja eða lands sem landbrot ógnar.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2019.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Landgræðslunnar. Smella hér til að sjá umsóknareyðublað. Með því að smella hér ferðu á síðu VGL. Einnig er hægt að hafa samband við Landgræðsluna í Gunnarsholti, sími 488 3000, og héraðssetur Landgræðslunnar um land allt.
Umsóknum skal skila til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu eða á netfangið land@frettir.land.is.