Select Page

20. apríl 2015  | Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna aukinnar landgræðslu árið 2015. Stefnt er að víðtækri þátttöku bænda og annarra forráðmanna lands, félaga og samtaka sem vinna að landgræðsluverkefnum.Styrkur til einstakra verkefna á þessu ári getur að hámarki numið 2/3 af áætluðum kostnaði að mati Landgræðslunnar. Til úthlutunar eru allt að níu milljónum króna. Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd verkefna sem hljóta styrki, fylgist með framvindu og metur árangur.

Við ákvörðun um styrkveitingar verður meðal annars lögð áhersla á verkefni sem miða að stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar og endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis. Uppgræðsla á auðnum, rofsvæðum og öðrum svæðum sem friðuð eru fyrir beit njóta forgangs. Eins er áhersla á verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi.

Bændur, sveitarfélög, félagasamtök og aðrir umráðahafar lands geta sótt um. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hér.

Einnig er hægt að nálgast eyðublöð og fá nánari upplýsingar á héraðssetrum Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. og umsóknir skal senda á netfangið land@frettir.land.is eða til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.

Skip to content