Select Page

1.12.16 / Landgræðsla ríkisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar, en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til bænda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra umráðahafa lands. Umsóknarfrestur er til 13. janúar nk.

Við ákvörðun um styrkveitingar er m.a. lögð áhersla á:

• Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar
• Endurheimt gróðurs og jarðvegs
• Að landnýting verði sjálfbær

Við mat á umsóknum er ennfremur tekið tillit til þess hvort gerð hafi verið landgræðslu- og landnýtingaráætlun til a.m.k. 3ja ára fyrir það svæði sem ætlunin er að vinna á.
Styrkur til einstakra verkefna getur að hámarki numið 2/3 af áætluðum kostnaði þess að mati Landgræðslunnar. Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirlit með framvindu þeirra og metur árangur.

Smelltu hér til að nálgast umsóknareyðublað en  hér til að sjá úthlutunarreglur sjóðsins. Einnig er hægt að nálgast þessi gögn og fá nánari upplýsingar á héraðssetrum Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Umsóknir skal senda á netfangið land@frettir.land.is eða til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.

Skip to content