Select Page

30.5.16 / Um þessar mundir eru bændur víða um land að vinna á jörðum sínum við uppgræðsluverkefnið „Bændur græða landið“ (BGL). Margir hafa þegar lokið áburðargjöf á uppgræðslusvæðin. Mjög mikilvægt er að bera sem fyrst á eftir að gróður fer að lifna og fært er orðið um landið til að jarðraki vorsins og sprettutíminn nýtist gróðrinum sem best. Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar leggja kapp á að heimsækja sem flesta þátttakendur í BGL á vorin, til skrafs og ráðagerða um aðgerðir sumarsins.

Hér má sjá Símon Gestsson (th), ráðsmann í Bæ og með honum er Pálmi Rögnvaldsson, fyrrum túnamælingamaður í Skagafirði og seinna bankamaður á Hofsósi. Þarna eru þeir á algrónu landi sem var örfoka á vordögum 2011. Það hefur verið grætt upp með áburði og fræi og friðað fyrir beit fram til þessa.

Hér má sjá Símon Gestsson (th), ráðsmann í Bæ og með honum er Pálmi Rögnvaldsson, fyrrum túnamælingamaður í Skagafirði og seinna bankamaður á Hofsósi. Þarna eru þeir á algrónu landi sem var örfoka á vordögum 2011. Það hefur verið grætt upp með áburði og fræi og friðað fyrir beit fram til þessa. Myndir: BM

Þann 18. maí sl. skoðaði Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi á Norðurlandi vestra, aðgerðasvæði á Bæ á Höfðaströnd. Vorið 2011 hófust markvissar uppgræðsluaðgerðir á jörðinni, sem er í eigu Steinunnar Jónsdóttur. Símon Gestsson, staðarráðsmaður hefur annast uppgræðslustörfin af alúð og er árangur þegar auðsær.

Sjá myndatexta undir myndum.

 

 

 

 

Á þessari mynd er gróðursnautt svæði, sem áætlað er að hefja uppgræðslu á í sumar. Áður en landbætur hófust á uppgrædda svæðinu var ástand þess svipað og sjá má á efri myndinni.

Á þessari mynd er gróðursnautt svæði, sem áætlað er að hefja uppgræðslu á í sumar. Áður en landbætur hófust á uppgrædda svæðinu
var ástand þess svipað og sjá má á efri myndinni.

 

Skip to content