Select Page

27. apríl 2015  | Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir þátttakendum/samstarfsaðilum í tilraunaverkefni með lífræn áburðarefni sem hefjast mun sumarið 2015. Ætlunin er að kanna möguleika á notkun lífrænna áburðarefna innan verkefnisins Bændur græða landið (BGL) sem er samvinnuverkefni bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu á heimalöndum. Skilyrði fyrir þátttöku í tilraunaverkefninu er að fyrirhugað uppgræðsluland sé ógróið eða mjög lítt gróið, að beit á því sé hófleg eða það friðað fyrir beit. Svæðið þarf einnig að vera að lágmarki 4 ha að stærð. Minni svæði koma til greina ef aðstæður til uppgræðslu eru sérlega erfiðar, s.s. rofabarðasvæði.

Veittir verða styrkir til uppgræðslunnar líkt og í Bændur græða landið, en gert er ráð fyrir að styrkur verði greiddur fyrir hvern uppgræddan hektara og hluti styrks verði greiddur við upphaf verkefnis og hluti að uppgræðslu lokinni. Ætlunin er að móta frekari tilhögun verkefnisins í samráði við þátttakendur í tilraunaverkefninu.

Sunna Áskelsdóttir verkefnisstjóri BGL veitir nánari upplýsingar og tekur á móti umsóknum í síma 488 3047 og í netfanginu sunna@frettir.land.is

Skip to content