Select Page

“Það er út í hött að reikna beitarþol á stórum og smáum gróðureyjum umluktum auðnum og landi með miklu jarðvegsrofi eins og á afréttum gosbeltisins, því þar gengur sauðfé ekki nema að litlu leyti. Sauðféð sækir í beit á nýgræðingi sem er að berjast við að nema land, í góðum árum, á örfoka landi,” segir í grein sem Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, skrifaði og birtist í Bændablaðinu í síðustu viku.

Á öðrum afréttum, sem oft eru vel grónir, verður að byggja á vöktun með vistfræðilegum nálgunum og miða við fyrirfram ákveðin viðmið og grípa inn í ef út af ber, það er miða við að landið sé í stöðugri framför og landnýting með sjálfbærum hætti. Á síðustu tveim áratugum hefur erlendis almennt verið horfið frá því að reikna beitarþol fyrir úthaga vegna þess hve breytilegt það er og háð aðstæðum hverju sinni.Okkar virtustu vísindamenn hafa á síðustu árum margoft bent á, að ákvörðun beitarþols er afar flókin vísindi og taka verður tillit til miklu fleiri vistfræðilegra þátta en gert var hér áður fyrr. Afar brýnt er að hafa í huga að úthagi þarf í flestum tilfellum að geta veitt fjölþætta vistkerfaþjónustu, auk beitarinnar, t.d. varðandi vatnsmiðlun, útivist, bindingu kolefnis og á eldfjallasvæðum gegnir öflugur hávaxinn gróður mikilvægu hlutverki við bindingu ösku. Enn heyrast þó háværar raddir um að Landgræðslunni beri að reikna beitarþol fyrir afrétti og önnur beitilönd, eins og t.d. á ráðstefnu Líffræðingafélagsins á sl. hausti.
Sjá nánar hér.

Skip to content