Select Page

Þess má geta að þátttakendurnir í vinnufundinum í Gunnarsholti eru flestir með bakgrunn í líkanagerð og voru að skoða hvaða gögn eru tiltæk af Rangárvallasvæðinu sem hægt væri að nýta í að gera þokkalega nákvæmt spálíkan af vatnasviði Rangánna beggja. Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, sagði að þessi vinna nýttist Lr mjög vel í verkefnum á vegum stofnunarinnar, en skortur er á upplýsingum um vatnshag raskaðra og uppgræddra svæða. Þórunn sagði að það yrði áframhald á þessari vinnu sem vonandi mun skila a.m.k. vel útfærðri hugmynd af spálíkani fyrir Rangárvellina.

Þessi vinnufundur var formlega haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Þekkingarsetur Landgræðslunnar.

Heimasíða COST-verkefnisins
http://connecteur.info/

Skip to content