Select Page

7. desember 2015. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur að hliðarviðburði á loftslagsráðstefnu SÞ (COP21) í París á morgun, þriðjudaginn 8. desember kl. 12:15–13:45 að staðartíma (kl. 11:15-12:45 að íslenskum tíma). Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur ávarpsorð en þau Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna munu flytja erindi. Erindi Sveins ber yfirskriftina Revegetation and carbon sequestration en erindi Hafdísar Hönnu From training to action: Creating change agents of the future.

Nánar um dagskrá, sjá meðfylgjandi auglýsingu hér fyrir neðan.
Streymt verður frá viðburðinum (11:15–12:45 að íslenskum tíma):
www.norden.org/cop21/streaming
http://norden.org/cop21-08/12-13.45

Skip to content