7.3.2017 / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landgræðslu. Um er að ræða heildarendurskoðun á lögunum en lög um landgræðslu eru frá árinu 1965.
Frumvarpið felur m.a. í sér að lög um varnir gegn landbroti eru felld inn í heildarlög um landgræðslu. Meginbreytingar á lögunum snúa að gerð landgræðsluáætlunar, kerfisbundnu mati á ástandi og nýtingu lands og ákvæði um sjálfbæra landnýtingu.
Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 19. mars nk. og má senda þær á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.