Select Page

30. október 2015  | Náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. En geta markmið verndar og nýtingar farið saman? Hvernig er unnt að efla starf stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings í verndun þessarar auðlindar? Á að markaðssetja Ísland á grundvelli vistvænnar ferðamennsku (e. Ecotourism)? Ætti að friðlýsa stærri svæði og stofna fleiri þjóðgarða? Hvernig er best að vinna að samstöðu hagsmunaaðila við slíka vinnu og er hægt að auka þátttöku almennings í ferlinu? Brent Mitchell, bandarískur sérfræðingur um þjóðgarða, friðlýst svæði og leiðir til að efla starf almennings og félagasamtaka í náttúruvernd mun miðla af víðtækri reynslu sinni af slíkum málum í fyrirlestri sem hann mun flytja í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12:15-13:15.

Brent Mitchell mun meðal annars ræða um hvernig samstillt náttúruverndarátak yfirvalda og annarra hagsmunaaðila í Kosta Ríka hefur orðið til þess að landið er talið eitt hið fremsta á sviði vistvænnar ferðamennsku og einn helsti áfangastaður ferðamanna sem sækjast eftir náttúruupplifun.

Brent Mitchell hefur komið að þróun og innleiðingu verkferla um vernd landslagsheilda og uppbyggingu náttúruverndar víða um heim. Ljóst er að hann hefur af mörgu að miðla sem nýst getur í umræðu og stefnumörkun um þessi mál hér á landi. Það á meðal annars við um þær hugmyndir sem eru uppi um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

150bentFerill Brents á þessu sviði hófst þegar hann vann að stofnun fyrstu þjóðgarðanna á Haiti og víðar á þeim slóðum. Hann vinnur nú hjá Quebec Labrador Foundation við það m.a. að auðvelda kaup á landi til sérstakrar verndunar í austanverðu Kanada og á Nýja Englandi og þróun vinnubragða í verndun náttúrulegra auðlinda og menningarlegrar arfleifðar á grunni „ráðsmennsku” (land stewardship). Hann er einn af stofnendum U.S. National Park Service Stewardship Institute (áhugaverðrar „áhugastofnunar” sem styður við þjóðgarðana með margvíslegum hætti). Hann er leiðandi meðhöfundur nýrrar samantektar um vernd landslagsheilda í BNA, fráfarandi forseti samtaka sérfræðinga um verndun svæða í BNA og er virkur í alþjóðlegum þjóðgarðamálum.
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa að fyrirlestri Brent Mitchell í samstarfi við Landgræðsluna, Vatnajökulsþjóðgarð, Þingvallaþjóðgarð og Umhverfisstofnun/þjóðgarðinn Snæfellsjökli.
………………..

Brent A. Mitchell – Heimsókn til Íslands 1. -5. nóvember
Brent A. Mitchell hefur afar víðtæka þekkingu á hvaðeina sem lýtur að þjóðgörðum, friðlýstum svæðum, vernd landslagsheilda, uppbyggingu verndarsvæða á landi í einkaeign og leiðum til að efla starf almennings og félagasamtaka að slíkum málum. Tengsl hans við Íslands hófust á Land Stewardship Congress í Barcelona 2014.

Ferill Brents á þessu sviði hófst þegar hann vann að stofnun fyrstu þjóðgarðanna á Haiti og víðar á þeim slóðum. Hann vann síðan að verndunarmálum á vegum The Trustees of Reservations (http://www.thetrustees.org/about-us/our-mission/) þar til hann hóf störf hjá Quebec Labrador Foundation árið 1987 við það m.a. að auðvelda kaup á landi til sérstakrar verndunar í austanverðu Kanada og á Nýja Englandi. Þessi samtök leggja m.a. áherslu á að búa til módel fyrir „ráðsmennsku” fyrir verndun náttúrulegra auðlinda og menningarlegrar arfleifðar sem nýst geta bæði heima fyrir og alþjóðlega (http://qlf.org/about_qlf/about_QLF.htm). Hann hefur unnið að verkefnum víða um heim.

Brent er fulltrúi í IUCN’s World Commission on Protected Areas og leiddi þar m.a. sérfræðingahóp um vernduð svæði á einkalandi (privately protected areas), sem skilaði skýrslu á World Parks Congress í fyrra. Hann er einn af stofnendum U.S. National Park Service Stewardship Institute, áhugaverðar „áhugastofnunar” sem styður við þjóðgarðana með margvíslegum hætti (http://www.nps.gov/orgs/1412/index.htm). Hann er leiðandi meðhöfundur nýrrar samantektar um vernd landslagsheilda í BNA (http://www.largelandscapenetwork.org/2014-national-workshop/workshop-summary/) og er fráfarandi forseti George Wright Society, samtaka sérfræðinga um verndun svæða í BNA (http://www.georgewright.org/mission).

Ljóst er að Brent A. Mitchell hefur af mörgu að miðla sem nýst getur í umræðu og stefnumörkun um náttúruvernd í víðustu merkingu og þátttöku almennings hér á landi. Sjá nánar m.a. http://oldtownhill.org, https://www.linkedin.com/in/brentamitchell

Skip to content