Select Page

18. febrúar 2015 | Rótarýklúbbur Rangæinga, í samstarfi við Lögreglustjórann á Suðurlandi, boðar til málþings í Gunnarsholti26. febrúar þar sem fjallað verður um uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurlandi með öryggi ferðalanga og náttúruvernd að leiðarljósi. Málþingið er haldið undir yfirskriftinni FARARHEILL eða FEIGÐARFLAN – öryggi ferðamanna og náttúruvernd.

Þingið hefst kl 12:30 og lýkur kl 16:00, en þeir sem þess óska eru velkomnir í léttan hádegisverð sem hefst kl 11:30. Málþingið er öllum opið og gjaldfrjálst. Gestir eru vinsamlegast beðnir um tilkynna þátttöku fyrir dagslok 24.02 til edda@frettir.land.is og hvort þeir mæti í hádegisverð. Dagskrá er á www.rotary.is

Skip to content