Select Page

Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða fjármálastjóra. Starfsstöðin er í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að nýr fjármálastjóri geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og þess stéttarfélags sem við á. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 05.11.2018
Leitað er að einstakling með viðskiptamenntun eða sambærilega menntun og mjög góða þekkingu á fjármálum, bókhaldi og áætlanagerð. Starfsreynsla á sviði fjármála, bókhalds, áætlanagerðar og stjórnunar. Góð kunnátta í notkun tölvu- og upplýsingatækni. Vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni. Góð kunnátta á bókhaldskerfi ríkisins Oracle.
Fjármálastjórinn hefur umsjón með bókhaldi og fjármálum Landgræðslunnar og sér um að rekstur stofnunarinnar sé innan ramma fjárlaga og fjárhagsáætlunar í samstarfi við yfirmann og aðra sviðsstjóra. Af öðrum verkefnum má nefna:

– Vinna að fjárhagslegri greiningu á verkefnum Landgræðslunnar, hafa umsjón með verkbókhaldi og vinna að gerð fjárhagsáætlana.

– Vinna að gerð fjárlagatillagna Landgræðslunnar.
– Annast uppgjör, m.a. uppgjör virðisaukaskatts og árlegt lokauppgjör.
– Umsjón með útskrift og innheimtu reikninga svo og greiðslu reikninga.
– Stjórnun skrifstofu og mötuneytis.
– Þátttaka í gerð stofnanasamninga.
– Fagleg ráðgjöf til starfsmanna stofnunarinnar
– Þátttaka í stjórnun og stefnumótun Landgræðslunnar.
– Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.

Nánari upplýsingar veita Árni Bragason, landgræðslustjóri, arni.bragason@frettir.land.is og Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir, starfsmannastjóri, sigurbjorg@frettir.land.is í síma 488 3000.
Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.

Sótt er um starfið á Starfatorgi

Skip to content