Select Page

Eins og á öðrum vinsælum áningarstöðum hér á landi hefur orðið algjör sprenging í komu ferðamanna í Dimmuborgir í Mývatnssveit. Í ár er talið að allt að 400 þúsund manns sæki Dimmuborgir heim. Undanfarið hefur verið unnið að stækkun bílastæðaplans við Borgirnar um 3000 fm² til að mæta auknu álagi og í síðustu viku var planið malbikað. Einnig var lagt malbik á nýjan 140 m langan göngustíg sem tengir saman efra bílaplanið og hið nýja, sem liggur neðar í landinu.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti styrk til verksins en um framkvæmdir sáu fyrirtækin Jón Ingi Hinriksson ehf. í Mývatnssveit og Kraftfag ehf. á Akureyri.

Skip to content