Select Page

Þátttaka í landnýtingarþætti gæðastýringarinnar hefur verið nokkuð stöðug en ekki eins mikil og vænst var. Árið 2015 voru þátttökubúin 39 en voru flest 46 árið 2008. Ótvírætt hefur þetta samstarfsverkefni Félags hrossabænda og Landgræðslunnar aukið vitund þátttakenda um mikilvægi góðrar beitarstýringar, leitt til meiri hagkvæmni í rekstri og bætt ásýnd lands. Margir hrossabændur eru mjög læsir á land og meðvitaðir um hvernig landnýtingu verði best hagað til að viðhalda og bæta landheilsu og uppskera. En betur má ef duga skal. Víða um land blasa við ár hvert ofsetnir hrossahagar, sums staðar er land varanlega skemmt vegna ofnýtingar, annars staðar gæti bætt beitarstýring gjörbreytt ástandi lands til hins betra á 2-3 árum. Tekið skal fram að lauslegar athuganir Landgræðslunnar sýna, að á landsvísu hefur ofbeitartilfellum fækkað frá því hrossahagakönnunin var gerð, á árunum 1995 og 1996. Væntanlega er það fyrst og fremst að þakka bættri beitarstýringu og góðum grasárum. – Þetta kemur fram í grein sem Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi á Norðurlandi vestra skrifaði á dögunum. Bjarni er verkefnisstjóri gæðastýringarinnar.

Sjá greinina í heild.

Skip to content