Select Page

2.3.2018 / Reynir Þorsteinsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir að áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hafi aukist hér á landi. Í eigu stofnunarinnar er land sem hæglega má nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra. Auðvelt er að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfem.„Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annarskonar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru í dag tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt,“ segir Reynir.

Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@frettir.land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veita Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@frettir.land.is

Skip to content