Select Page

| Hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi hefur verið ræstur fram. Verulegur hluti þess lands er ekki nýttur. Þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif á hana og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál.

Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda.

„Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,” segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu gær í grein sem Svavar Hávarðsson, blaðamaður, ritaði. Sjá nánar hér.

Skip to content