Select Page

14.12.16 / Einn af mörgum þáttum í starfi Landgræðslu ríkisins er eftirlit með landnýtingu hrossabænda. Kerfisbundið eftirlit er þó einungis á þeim hrossabúum, sem eru virk í landnýtingarþætti gæðastýringar í hrossarækt.

Árið 2016 hlutu 40 jarðir, þar sem stunduð er hrossarækt, viðurkenningar vegna vistvænnar landnýtingar. Skipting búa eftir sýslum er eftirfarandi: Skagafjarðarsýsla 11, Rangárvallasýsla 6, Eyjafjarðarsýsla 5, Árnessýsla 4, Austur-Húnavatnssýsla 4, Vestur-Húnavatnssýsla 4, Mýrasýsla 2, Borgarfjarðarsýsla 3 og Snæfellsnessýsla 1.

Á síðu gæðastýringar í hrossarækt er hægt að sjá nöfn þeirra búa sem stóðust úttekt vegna landnýtingar 2016. Smellið hér til að komast á síðuna.

Skip to content