14.11.2016 / Landgræðsla ríkisins og Skógræktin eru að skoða nokkur gömul landgræðslusvæði í Þingeyjarsýslu með það í huga að hefja þar skógrækt. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að möguleikar kunni að vera í nokkrum gömlum skógræktargirðingum, til dæmis í Bárðardal, á Hólasandi og í Kelduhverfi. Einnig kunni að vera svæði á Vestfjörðum. „Við ætlum að skoða þetta aðeins betur og velja svæðin vel. Við viljum taka þau svæði þar sem von er á mestum og bestum árangri í skógrækt,“ segir Þröstur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.
Í frétt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu segir enn fremur að nýir landgræðslu- og skógræktarstjórar hafa verið að taka upp nánara samstarf stofnana þeirra á ákveðnum sviðum. Má nefna Þorláksskóga í þessu sambandi.
Meðfylgjandi mynd tók Helgi Bjarnason.