Select Page

14.11.2016 / Land­græðsla rík­is­ins og Skóg­rækt­in eru að skoða nokk­ur göm­ul land­græðslu­svæði í Þing­eyj­ar­sýslu með það í huga að hefja þar skóg­rækt. Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri seg­ir að mögu­leik­ar kunni að vera í nokkr­um göml­um skóg­rækt­arg­irðing­um, til dæm­is í Bárðar­dal, á Hólas­andi og í Keldu­hverfi. Einnig kunni að vera svæði á Vest­fjörðum. „Við ætl­um að skoða þetta aðeins bet­ur og velja svæðin vel. Við vilj­um taka þau svæði þar sem von er á mest­um og best­um ár­angri í skóg­rækt,“ seg­ir Þröst­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Í frétt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu segir enn fremur að nýir landgræðslu- og skógræktarstjórar hafa verið að taka upp nánara samstarf stofnana þeirra á ákveðnum sviðum. Má nefna Þorláksskóga í þessu sambandi.

Meðfylgjandi mynd tók Helgi Bjarnason.

Frétt á mbl.is

 

Skip to content