Gróður jarðar myndar lífræn efni úr koltvísýringi andrúmsloftsins og stuðlar þannig að því að draga úr styrk þessarar gróðurhúsalofttegundar. Þetta er það sem átt er við þegar rætt er um kolefnisbindingu gróðurs. Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna tekur mið af þessu. Til að uppfylla skuldingar sínar mega því aðildarríki Kyoto samkomulagsins, meðal annars að frumkvæði Íslendinga, draga kolefnisbindingu með landgræðslu frá heildarlosunlandsins. Þetta gildir þó aðeins um landgræðslusvæði sem stofnað hefur verið til frá og með 1990. Til að kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi sé tekin gild til frádráttar frá heildarlosun landsins þarf að mæla hana með viðurkenndum hætti. Frá árinu 2007 hefur Landgræðsla ríkisins mælt kolefnisbindingu í landgræðslusvæðum með kerfisbundnum hætti. Nú binda landgræðslusvæði um 200 þúsund tonn af koltvísýringi árlega. Til viðbótar fylgir annar en duldari ávinningur, því auknu kolefni í jarðvegi fylgir jafnan aukin frjósemi.
Kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi á Íslandi. Möguleg leið til að draga úr CO2 í andrúmslofti. M.Sc. ritgerð. Höfundur Þórey Dalrós Þórðardóttir.
Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt – nýtt sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað. Höfundar: Andrés Arnalds og Úlfur Óskarsson
Landgræðsla og verndun loftslags. Viðtal við Andrés Arnalds, fagmálastjóra Landgræðslunnar.
Guðmundur Halldórsson
Rannsóknarstjóri
Landgræðslu ríkisins
gudmundurh@frettir.land.is