Select Page

21.11.2018 / Þátturinn Kveikur á Rúv fjallaði um loftslagsmál í gær.  Umfjöllun Kveiks ber titilinn: Af hverju að moka ofan í skurði?. Þóra Arnórsdóttir, umsjónarmaður þáttarins segir: “Umræður um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands í þeim efnum, enda iðulega á þessum nótum: Til hvers að standa í öllu þessu veseni – orkuskiptum og skógrækt og landgræðslu og að þróa græna tækni – ef 70 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi koma frá framræstu landi? Er þá ekki augljóst að við bara mokum ofaní skurði, endurheimtum votlendi og uppfyllum þar með öll okkar markmið og alþjóðaskuldbindingar? Þetta er víst ekki alveg svo einfalt, og markmið þessarar þriðju umfjöllunar Kveiks um loftslagsmál er að skýra þetta, sem best við getum,” sagði Þóra í inngangi. Smelltu hér til að komast á vef Rúv.

 

 

Skip to content