Select Page

16.8.2107 / Landgræðsla ríkisins og Katla jarðvangur undirrituðu fyrr í vikunni samkomulag með það að markmiði að auka, samhæfa og treysta samstarf stofnananna um sameiginleg verkefni. Tilgangur samstarfsyfirlýsingarinnar er að ná fram samlegðaráhrifum með auknu samstarfi og gagnkvæmum stuðningi stofnananna við þau verkefni sem snúa að land- og náttúruvernd.

Sérstök áhersla er lögð á vernd og uppbyggingu gönguleiða og áningastaða innan Kötlu jarðvangs og að nýta afurðir ASCENT, verkefnis sem Landgræðslan er aðili að ásamt Skaftárhreppi.

Samstarfsyfirlýsingin er í samræmi við markmið og tilgang laga um landgræðslu og samþykktir (skipulagsskrá) Kötlu jarðvangs, sbr. einnig bækling UNESCO um hnattræna UNESCO jarðvanga frá 2016 sem kom út á íslensku á þessu ári.

Á myndinni eru þau Brynja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu Jarðvangs og Árni Bragason, landgræðslustjóri.

 

Skip to content