Select Page

4.4.2017 / Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða verkefnisstjóra með starfsstöð í Gunnarsholti til að stýra nýju umfangsmiklu verkefni um mat og vöktun á gróðurauðlindum landsins. Einnig leitar Landgræðslan eftir héraðsfulltrúa en aðalstarfssvæði hans verður á Suðurlandi.

Verkefnisstjóri – mat á gróðurauðlindum

Landgræðsla ríkisins óskar eftir verkefnisstjóra með starfsstöð í Gunnarsholti til að stýra nýju umfangsmiklu verkefni um mat og vöktun á gróðurauðlindum landsins. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Hins vegar að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna í samkomulagi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðaneytisins, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sauðfjárbænda, sjá nánar á vef Landgræðslunnar .

Í starfinu felst þróunarvinna, verkstjórn, skipulag, framkvæmd og samskipti við vísindamenn og hagsmunaaðila. Verkefnisstjóri mun, ásamt teymi innan Landgræðslunnar, bera ábyrgð á framgangi verkefnisins. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við faghóp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað.

Menntun og hæfni
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, færni í teymisvinnu, aðlögunarhæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Góð þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
• Meistaragráða á sviði umhverfismála og/eða náttúruvísinda.
• Þekking á landupplýsingakerfum er kostur.
• Reynsla af vinnu við mælingar á gróðri er kostur.
• Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af mati á landgæðum og þekki til beitarmála.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku.

Um er að ræða 100% stöðu sem hentar bæði konum og körlum.
Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurbjörg B. Ólafsdóttir starfsmannastjóri (sigurbjorg@frettir.land.is) og Árni Bragason landgræðslustjóri (arni.bragason@frettir.land.is) í síma 488 3000.

Sjá auglýsinguna í heild á Starfatorgi en þar er jafnframt hægt að fylla út umsóknareyðublað. Ferilskrá og afrit af prófskírteini skal fylgja. Einnig má senda umsókn til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2017.

………………………………………………………………………………………………………………………………………..

Héraðsfulltrúi á Suðurlandi

Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða héraðsfulltrúa með aðalstarfssvæði á Suðurlandi með starfsstöð í Gunnarsholti. Héraðsfulltrúi þarf að hafa sveigjanleika og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á starfinu og vinnustaðnum.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Öflun upplýsinga, ráðgjöf og eftirlit með verkefnum í Bændur græða landið, Landbótasjóði og öðrum landgræðsluverkefnum.
• Áætlanagerð og umsjón landgræðsluverkefna á starfssvæðinu.
• Vöktun á ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgjast með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.
• Aðstoð við gerð beitar- og uppgræðsluáætlana fyrir einstakar bújarðir og stærri svæði.
• Skráning landgræðsluaðgerða og eftirlit með árangri þeirra.
• Fræðsla og ráðgjöf til sveitarstjórna, landnotenda, skóla og almennings.
• Önnur verkefni.

Menntun og hæfni
• Krafist er BSc-prófs í náttúruvísindum, t.d. landnýtingu, búvísindum eða umhverfisfræðum.
• Skipulagshæfni, sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Almenn þekking eða reynsla af landbúnaði.
• Góð kunnátta í notkun tölvu og upplýsingatækni og góð íslensku- og enskukunnátta, skilyrði.
• Þekking og reynsla af landgræðslustarfi, kostur.
• Þekking og reynsla af notkun landupplýsingakerfa, kostur.

Um er að ræða 100% stöðu, starfinu geta fylgt talsverð ferðalög, megin starfssvæðið er Suðurland. Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf 1. júní 2017.
Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2017.

Sjá auglýsinguna í heild á Starfatorgi en þar er jafnframt hægt að fylla út umsóknareyðublað.

Skip to content