Select Page

15.09.16 / Í gær útskrifuðust ellefu sérfræðingar úr sex mánaða námi við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimm konur og sex karlar. Nemendurnir komu að þessu sinni frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Níger og Úganda. Þetta var í fyrsta sinn sem nemendur frá Lesótó stunda nám við skólann en alls hafa nú tólf ríki tekið þátt í samstarfi við skólann. Þessi útskriftarárgangur er sá tíundi frá upphafi starfseminnar árið 2007 og útskrifaðir nemendur frá skólanum eru orðnir 87 talsins.  Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ). Auk Landgræðsluskólans er það Jarðhitaskóli HSÞ, Sjávarútvegsskóli HSÞ og Jafnréttisskóli HSÞ. Skólarnir fjórir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Á meðfylgjandi mynd er útskriftarhópurinn ásamt með starfskonum Landgræðsluskólans.

Skip to content