Select Page

24. nóvember 2015. Síðasta vetur barst Landgræðslunni beiðni frá Mosfellsbæ um að kortleggja útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils í landi Mosfellsbæjar. Verkefninu lauk í sumar og var fjallað um skýrsluna á bæjarstjórnarfundi Mosfellsbæjar 9. september. Skýrsla Landgræðslunnar og útbreiðslukortið er á vef Mosfellsbæjar. Í skýrslunni kemur fram að heildarþekja alaskalúpínu er 1.070 ha og þekja skógarkerfils um 3,5 ha.

Þar sem alaskalúpína er í þéttum breiðum þekur hún um 285 ha eða 1,6% af sveitarfélaginu. Svæði með dreifðri lúpínu (með allt að 30 m bili á milli plantna) eru um 785 ha eða 4,2%. Samtals þekja því lúpínusvæðin um 5,8% lands í sveitarfélaginu.

Skýrsluhöfundar segja að lúpínan sé komin til að vera í landi Mosfellsbæjar en dreifing skógarkerfilsins sé enn staðbundin. „Ef ekkert er að gert mun skógarkerfillinn dreifa sér enn frekar ef tekið er mið af því hvernig hann hefur dreifst um borgarlandið undanfarin ár. Hann sækir í frjósamt land og á sérstaklega auðvelt með að nema land í lúpínubreiðum. Það er óþekkt hvernig þessum kerfilssvæðum muni reiða af til framtíðar, hvort kerfillinn muni hopa fyrir öðrum gróðri eða verði ríkjandi í gróðurfari um ókomna tíð,” segir í skýrslunni.

Smella hér til að sjá skýrslu
Smella hér til að sjá útbreiðslukort

Skip to content