Select Page

 | Aftakaveður á heiðum í nágrenni Eyjafjallajökuls dagana 14. og 15. september 2010 er talið hafa valdið mestu efnisflutningum og landrofi sem mælst hefur á jörðinni nokkru sinni. Sandfok í kjölfar eldgosa getur haft jafn mikil eða jafnvel meiri umhverfis­áhrif en verða við öskufall í sjálfum eldsumbrotunum.

Niðurstöður þessara mælinga Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands á gjóskufoki í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 voru birtar í ritinu Scientific Reports sem gefið er út af Nature. Svavar Hávarðsson, blaðamaður, fjallar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu Íslands og einn rannsakenda, segir að vorið 2010 haf verið sett upp mælitæki á Skógaheiði til að fylgjast með áhrifum gjósku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli á gróður og land. Magn gosefna var enn í hámarki á svæðinu, og svara átti spurningum um hversu hratt gosefnin fara, hvert og hvernig. Slíkar mælingar höfðu aldrei verið gerðar hér á landi áður.

Smelltu hér til að sjá fréttina í Fréttablaðinu í dag.

Smelltu hér til að sjá umfjöllun DV í dag.

Meðfylgjandi mynd tók Jóhann Þórsson þegar óveðrinu slotaði.

Skip to content