Select Page

28.5.2018 / Miðvikudaginn 30. maí næstkomandi ver Guðríður Baldvinsdóttir meistararitgerð sína í skógfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „Áhrif mismunandi beitarþunga sauðfjár á ungan lerkiskóg og viðhorf skógar- og sauðfjárbænda til skógarbeitar.”

Meistaranámsnefndin er skipuð próf. Bjarna Diðrik Sigurðssyni, skógvistfræðingi við Landbúnaðarháskólann og M.Sc. Sigþrúði Jónsdóttur, beitarsérfræðingi hjá Landgræðslu ríkisins. Prófdómari er dr. Brynjar Skúlason, trjákynbótafræðingur hjá Skógræktinni.

Athöfnin fer fram í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, Árleyni 22, Keldnaholti, fyrirlestrasalur á 3. hæð og hefst kl 15.00. Allir velkomnir.

Sjá frétt á heimasíðu Landbúnaðarháskólans

Skip to content