7. apríl 2015 | Í tilefni árs jarðvegs 2015 verður boðið upp á mánaðarlega „örhádegisfyrirlestra” um moldina/jarðveginn. Lögð verður áhersla á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins í sveit og borg; meðal annars innan vistkerfa, til vatnsmiðlunar, loftgæða, bygginga og listsköpunar. Fyrirlestraröðin hefst á morgun, 8. apríl í Kaffi Loka, Lokastíg 28 í Reykjavík, og verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni Moldin er málið! Dagskráin hefst kl. 12 og lýkur kl. 13.
Dagskráin er svohljóðandi:
Hlutverk jarðvegs innan vistkerfa
Ólafur Arnalds prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands
Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt
Jóhann Þórsson sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins
Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum
Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor, Háskóla Íslands
Að loknum fyrirlestrum geta gestir komið með spurningar eða stuttar hugleiðingar um viðfangsefni dagsins. Á matseðli Loka er fiskréttur eða kjötsúpa á viðráðanlegu verði.
Samstarfshópur um Ár jarðvegs 2015