Select Page

4.5.2016/ Námskeiðið er haldið í kjölfar þess að Sameinuðu Þjóðir lýstu árið 2015 Ár jarðvegs. Markmið námskeiðsins er að auka faglega þekkingu og færni grunnskólakennara á jarðvegsvernd, vistlæsi og sjálfbærni sem hluti af kennslu í grunnskólum.

Á Íslandi, og einnig á alþjóðavísu, eru jarðvegsvernd og sjálfbær nýting brýn viðfangsefni. Með tilkomu nýrrar aðalnámskrár eru gerðar auknar kröfur til kennara um að flétta menntun til sjálfbærni inn í kennsluna. Á námskeiðinu er bæði lögð áhersla á fræðilegan bakgrunn sem og að efla getu kennara í að skipuleggja og stýra verklegri kennslu, jafnt í skólastofunni sem og úti í náttúrunni.

Viðfangsefni: Hringrásir orku, næringar og vatns. Hvað er það í moldinni sem skiptir máli? Þanþol vistkerfa. Ástand lands og landlæsi. Framvinda. Vistheimt. Kynning á vistheimtarverkefni Landverndar, kynning á verkefnasafni, menntun til sjálfbærni.

Markhópur: Grunnskólakennarar, framhaldsskólakennarar einnig velkomnir.
Kennsla og leiðsögn: Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands og höfundar bókarinnar Að lesa og lækna landið. Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi Landgræðslu ríkisins. Rannveig Magnúsdóttir verkefnastjóri hjá Landvernd og Svava Pétursdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ.

Tími og staðsetning: Laugardagurinn 21. maí kl. 9:30-16:00
Kennt verður í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands, Árleyni 22, Keldnaholti í Reykjavík. Boðið verður uppá léttan hádegisverð.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur sem búa annarsstaðar á landinu geti tekið þátt á námskeiðinu í gegnum netið.

Verð: kr. 5.000.-

Skráning: Skráning hér. Skráningarfrestur er til 11. maí 2016.
Nánari upplýsingar má finna hér og hjá Guðrúnu Schmidt
gudrun@frettir.land.is í síma 4883063 og hjá Svövu Pétursdóttur svavap@hi.is
Námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og að því standa Menntavísindasvið HÍ og Landgræðsla ríkisins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landvernd.

Háskóli Íslands – Menntavísindasvið
NaNO – náttúruvísindi á nýrri öld
Landgræðsla ríkisins
Landbúnaðarháskóli Íslands
Landvernd

 

Skip to content