Select Page

7.5.2018 / Laugardaginn 26. maí verður efnt til NaNO námskeiðs um jarðveg, landlæsi, vistheimt og sjálfbærni. Kennt verður í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands, Árleyni 22, Keldnaholti í Reykjavík. Boðið verður uppá kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Markmið námskeiðsins er að auka faglega þekkingu og færni grunnskólakennara á jarðvegsvernd, vistlæsi og sjálfbærni sem hluti af kennslu í grunnskólum. Markhópurinn er grunnskólakennarar en framhaldsskólakennarar einnig velkomnir. Námskeiðið stendur frá kl. 9:30 til 15:30.

Kennsla og leiðsögn: Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins. Guðrún Schmidt, sérfræðingur í menntun til sjálfbærni hjá Landgræðslu ríkisins. Rannveig Magnúsdóttir verkefnistjóri og sérfræðingur hjá Landvernd. Eggert Lárusson, lektor við Menntavísindasvið HÍ.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur af landsbyggðunum geti tekið þátt á námskeiðinu í gegnum netið. Skráningargjald: Kr. 5.000.-, skráning er bindandi. Skráning: Skráning (http://natturutorg.is/jardvegur2018/  ). Skráningarfrestur er til 10. maí.

Nánari upplýsingar má finna á http://natturutorg.is/jardvegur2018/
hjá Guðrúnu Schmidt (gudrun@frettir.land.is / 4883063) eða Ester Ýri Jónsdóttur (esteryj@hi.is).

Námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla og að því standa NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Landgræðsla ríkisins í samstarfi við Landvernd.

Skip to content