Náttúrufræðingurinn Roger Crofts hefur í meira en þrjá áratugi átt afar farsælt samstarf við íslenska vísindamenn og opinberar stofnanir að umhverfis- og gróðurverndarmálum á Íslandi. Roger Crofts hefur skrifað fjölda greina um umhverfismál á Íslandi í dagblöð og tímarit, ætíð með áherslu á gróður- og náttúruverndarhagsmuni landsins. Roger Crofts var staddur hér á landi og var ákveðið að efna til fundar með honum í fundarsal Þjóðminjasafnsins þann 2. maí sl. Roger Crofts ræddi um íslensk umhverfismál og var erindið var tekið upp á video.