Select Page

Rangárvallasýsla og nágrannasveitir hennar eru markaðar af aldalangri sögu náttúruhamfara. Á svæðinu eru einhver virkustu eldstöðvakerfi landsins og hraunflæði, öskufall og hamfarahlaup hafa mótað ásýnd landsins og byggðaþróun. Á málþinginu Náttúruvá í Rangárþingi sem haldið verður í Gunnarsholti 25. febrúar er ætlunin að draga saman reynslu af síðustu náttúruhamförum á svæðinu, hvers megi vænta og hvað sé unnt að gera til að draga úr tjóni af völdum náttúruvár. Þingið er haldið af Rótarýklúbbi Rangárvallasýslu í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Fundarstjóri verður Magnús B. Jónsson. Þingið er haldið á 50 ára afmæli Rótarýsklúbbs Rangæinga.

Dagskrá máþingsins

11:30-12:30 Súpa að hætti hússins
12:40-12:50 Gestir boðnir velkomnir: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
12:50-13:00 Málþing sett: Forseti Rótaríklúbbs Rangæinga, Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins
13:00-13:10 Tónlistaratriði
13:10-13:20 Rótarýklúbbur Rangæinga 50 ára: Ávarp Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri
13:20-13:40 Afhending viðurkenninga fyrir samfélagsþjónustu í héraði
13:40-13:50 Tónlistaratriði
13:50-14.05 Hvað höfum við lært af undanförnum náttúruhamförum?: Sigrún Karlsdóttir, Náttúruvárstjóri, Veðurstofu Íslands
14:05-14:20 Náttúruvá – breyttir tímar: Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands
14:20-14:35 Náttúruvá – skipulagsmál: Málfríður K. Kristiansen, sérfræðingur við Skipulagsstofnun
14:35-15:00 Almannavarnir í Rangárþingi: Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri Suðurlands
15:00-15:20 Kaffi
15:20-15:35 Að búa samfélög undir náttúruvá: Guðrún Pétursdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
15:35-15:55 Umræður
15:55-16:00 Málþingsslit

Skip to content