Select Page

Nemendur í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands komu í vettvangsferð í Gunnarsholt þann 17. mars síðastliðinn, ásamt kennara sínum Mariana Tamayo lektor. Hópurinn fór fyrst í Sagnagarð þar sem Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslunnar, kynnti sögu landeyðingar og landgræðslu á Íslandi. Að loknum hádegisverði var framvinda vistkerfa eftir landgræðsluaðgerðir skoðuð. Fyrst var farið á svæði rétt ofan við Gunnarsholt þar sem byrjað var á uppgræðslum um 1960. Þar eru nú birki og víðir að nema land. Síðan var farið í Gunnlaugsskóg þar sem uppgræðslur hófust rétt fyrir 1940 en þar er nú myndarlegur birkiskógur.

Skip to content