Select Page

9.6.2016 / Ný kortasjá hefur verið opnuð á vefsíðu Landgræðslunnar. Kortasjáin sýnir helstu landgræðslusvæði þar sem uppgræðsla er stunduð og Landgræðslan kemur að á einn eða annan hátt. Einnig landgræðslugirðingar, aðgerðasvæði þar sem Landgræðslan vann að uppgræðslu á árunum 2000-2015 og BGL aðgerðasvæði þar sem bændur vinna í verkefninu Bændur græða landið. Hún sýnir einnig aðsetur og starfssvæði héraðssetra Landgræðslunnar. Opna kortasjána.

Skip to content