Select Page

5.2.2016 / “Samstarfsverkefnið Bændur græða landið er öflugt uppgræðsluverkefni sem byggir á samstarfi Landgræðslunnar við bændur og landeigendur um allt land. Það þarf vart að tíunda að árangurinn er víðast mjög góður og fjölmargir hafa bætt lönd sín og breytt ógrónu landi í nothæft beitiland, búið það undir aðra landnotkun eða einfaldlega klætt land í tötrum með gróðurhulu sem sárlega skorti. Með gróðurþekju tekur kolefni að bindast í jarðveginum auk þess sem miðlun vatns og næringarefna batnar. Þess vegna er mikilvægt að verkefnið njóti krafta ykkar nú sem endranær,” segir í fréttabréfi BGL – Bændur græða landið. Á myndinni er Örni Ingi Ingvarsson í Sauðholti sem er einn fjölmargra BGL-bænda.

“Undanfarin ár hefur heldur dregið úr þátttöku í verkefninu. Líklegar skýringar eru hækkun á áburðarverði frá hinu svokallaða hruni, óvirkir þátttakendur falla sjálfkrafa út eftir ákveðinn tíma og eins hafa margir þátttakendur lokið verkefnum á sínum löndum. Á milli áranna 2014 og 2015 var þó örlítil fjölgun. Í samræmi við lækkun áburðarverðs hjá helstu áburðarsölum lækkar endurgreiðsluupphæð til bænda nokkuð á milli áranna 2015 og 2016 og verður í ár 56.500 kr á tonn.”             Sjá fréttabréfið hér.

Skip to content