30.4.2017 / Ferðafélag Íslands, í tilefni af 90 ára afmæli sínu, og Landgræðslan boða til málþings um hlutverk útivistarfélaga og ferðaþjónustunnar í að vernda og tryggja aðgengi að náttúrunni. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 4. maí kl. 15-17 í sal Ferðafélags Ísland, Mörkinni 6.
Náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi útivistar og ferðaþjónustu. Álag á land er víða orðið mikið og umkvartanir heyrast frá landeigendum vegna ágangs og álags. En geta markmið verndar og nýtingar farið saman? Hvernig er unnt að efla starf almennings og hinna fjölmörgu hagsmunaaðila að verndun þessarar auðlindar. Á hvaða stigi er landlæsi þeirra sem fara um landið eða vinna að úrbótum til að draga úr álagsskemmdum? Er skýrari stefnumörkunar og verklagsreglna þörf til að tryggja að mannanna verk falli betur að náttúrunni og landslagsheildum. Hver á að vera talsmaður landsins?
Helen Lawless er aðgengis- og verndunarfulltrúi Mountaineering Ireland. Í starfi sínu hefur hún náð miklum árangri í að bæta samskipti landeigenda og göngufólks. Helen flytur erindi á málþinginu. Erindið nefnir hún Helping the Hills – Raising conservation awarness.
Helen hefur stuðlað að því með eldmóði sínum að nú starfa umhverfisnefndir í öllum ferðafélögum sem heyra undir samtökin. Helen hefur einnig verið leiðandi í að móta sýn og koma á stefnumótun og móta sýn um framtíð lands sem notað er til útivistar. Ljóst er að Helen Lawless hefur af mörgu að miðla sem á erindi til okkar í umræðu hlutverk útivistarfólk og almennings í að tryggja verndun og aðgengi að þeirri náttúruauðlind sem er okkur svo kær.