10.2.16 / Árið 2013 var haldin hér á landi alþjóðleg ráðstefna um mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi fyrir varnir gegn loftslagsbreytingum, fæðuöryggi, þjónustu vistkerfa og fleiri stoðir sjálfbærrar þróunar. Ráðstefnuna sóttu um 200 manns frá 40 löndum og vakti hún mikla athygli víða um heim. Gefið var úr veglegt ráðstefnurit.
Samhliða voru megin niðurstöður ráðstefnunnar gefnar út af Norrænu ráðherranefndinni. Þessari góðu samantekt er ætlað að vera til leiðsagnar um það hvernig best er að nýta kolefnisbindingu í jarðvegi sem tæki til að vinna gegn loftslagsbreytingum jafnframt því að styrkja stoðir sjálfbærrar þróunar.