Select Page

5. janúar 2015  | Fyrsta Evrópuráðstefnan um leiðir til að efla starf bænda og almennings í vernd og endurreisn landgæða var haldin nýverið á Spáni (First European Land Stewarship Congress). Sunnu Áskelsdóttur og Andrési Arnalds var boðið að segja þar frá frá samstarfsverkefninu Bændur græða landið og öðrum þátttökunálgunum. Þau tóku þar þátt í málstofu sem bar nafnið: Ecological restoration and grassland management: land stewardship learning from Northern and Western Europe auk þess að sitja aðrar málstofur og fyrirlestra.

Ráðstefnan endurspeglaði miklar breytingar á nálgunum við umhverfis-og náttúruvernd í Evrópu, og er það hluti af alþjóðlegri þróun. Lögð er æ meiri áhersla á að virkja „grasrótina” til dáða og móta virkt samstarf landeigenda, samtaka og áhugasams fólks almennt. Einnig er vaxandi áhersla lögð á heildræna vernd og endurreisn vistkerfa, þ.m.t. vernd og endurreisn búsvæða og líffræðilegrar fjölbreytni, og unnið með landslagsheildir. Æ meira af „landbótafjármagni” ESB og einstastakra ríkja er veitt í gegnum slíka grasrótarstarfsemi, sem m.a. gengur undir heitunum Land Stewardship og Landcare. Mikilvægt er að fylgast vel með þessari þróun.

Ráðstefnan markaði lokaáfanga LandLife verkefnis Evrópusambandsins, þriggja ára vinnu við að stuðla að þátttökunálgunum (land stewardship – LS) sem leið til að efla náttúru- og umhverfisvernd. Líklega verður framhald á verkefninu sem mikilvægt er að fylgjast vel með.

Vaxandi áhersla virðist vera á LS í Evrópu, alla vega þeim löndum sem helst komu við sögu á ráðstefnunni. Á Spáni er til að mynda um 100 milljónum evra varið árlega í LS verkefni, sem er orðið eitt aðal verfærið til að vefa saman markmið og tengja saman stofnanir og hópa. Á sama tíma virðast þátttökunálganir nokkuð nýtilkomið verkfæri og aðferðir sem virtust strangt til tekið ekki falla undir þá nálgun, líka notaðar.

Í okkar málstofu kom glögglega í ljós mikilvægi þess að vinna beint með fólkinu sem stjórnar nýtingu lands, að hafa rétta þekkingu og kunnáttu til að styðja landnotanda í útfrærslu á framkvæmd LS verkefna, að markmið verkefna séu skýr og að til séu aðferðum til að mæla árangurinn.

Þessi fyrsta evrópska Land Stewardship ráðstefna þótti sérlega vel heppnuð –
http://www.landstewardship.eu/press-communication/news-archive/item/1st-european-land-stewardship-congress-a-complete-success

Skip to content