Select Page

4.1.2017 / Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða sviðsstjóra Landverndarsviðs. Starfsstöð sviðsstjóra er í Gunnarsholti. Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.

Meginhlutverk Landverndarsviðs, sem er annað af meginsviðum stofnunarinnar, er jarðvegs- og gróðurvernd og uppbygging vistkerfa m.a. með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Starfræksla héraðssetra, gerð og eftirfylgni landgræðslu- og héraðsáætlana, landgræðsluframkvæmdir, eftirlit með landnýtingu, umsjón með vörnum gegn landbroti og umsjón með styrkveitingum og árangri landbótaverkefna. Starfsmenn Landverndarsviðs eru 23 sem starfa víða um land.

Starfs- og ábyrgðarsvið sviðsstjóra
• Yfirmaður Landverndarsviðs.
• Situr í yfirstjórn stofnunarinnar.
• Ber ábyrð á gerð fjárhagsáætlunar Landverndarsviðs í samvinnu við fjármálastjóra og sér til þess að henni sé framfylgt.
• Er ábyrgur fyrir viðamiklum verkefnum og þáttum í starfi stofnunarinnar s.s. bændur græða landið, Landbótasjóði, gæðastýringu í sauðfjár- og hrossarækt, fræframleiðslu o.fl.
• Vinnur að umsögnum stofnunarinnar vegna þingmála, skipulagsmála og mats á umhverfisáhrifum.

Menntun og hæfni
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Skipulagshæfni, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni.
• Reynsla af stjórnun.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku.
• Gott landlæsi og sýn á að vinna með náttúrunni.
• Þekking og reynsla af landgræðslustarfi.

Um er að ræða 100% stöðu sem hentar bæði konum og körlum.

Starfsmaðurinn þarf að hafa sveigjanleika og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsemi Landgræðslunnar. Endurskoðun landgræðslulaga er í undirbúningi. Starfinu fylgja talsverð ferðalög. Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurbjörg B. Ólafsdóttir starfsmannastjóri (sigurbjorg@frettir.land.is) og Árni Bragason landgræðslustjóri (arni.bragason@frettir.land.is).

Umsókn skal fylla út og senda rafrænt. Smella hér. Ferilskrá og afrit af prófskírteini skal fylgja. Einnig má senda umsókn til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar 2017.

Skip to content