“Í öðru lagi er fjallað um mikilvægi stefnumörkunar og lögleiðingar áætlana fyrir ólíka málaflokka, s.s. landbúnað, landgræðslu, skógrækt og ferðaþjónustu. Slíkar áætlanir fælu í sér stefnumótun til langs tíma og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Leggur starfshópurinn til að mótuð verði stefna um stuðning ríkisins í þágu sjálfbærrar landnýtingar og náttúruverndar.
Loks er fjallað um stefnumörkun sem snýr m.a. að sveitarfélögum. Leggur starfshópurinn til að hvert sveitarfélag móti sér stefnu um uppskiptingu bújarða m.a. með hliðsjón af flokkun landbúnaðarlands, jarðalögum og eigin atvinnustefnu. Enn fremur þurfi að fjalla um loftslagsbreytingar, möguleg áhrif þeirra, aðlögun og mótvægisaðgerðir í áætlunum á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar með talið í skipulagsáætlunum og áætlunum fyrir ólíka málaflokka.” Smella hér til að sjá skýrsluna.