Select Page

11.4.2018 / Mánudaginn 16. apríl verður íbúafundur í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 17:00 og honum lýkur kl.  18:30. Rætt verður um verkefnið Þorláksskóga sem byggist á samningi milli Sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar. Samningurinn var undirritaður í október 2016. Fyrirhugað skógræktarsvæði er um 4.620 ha svæði á Hafnarsandi við þéttbýlið Þorlákshöfn. Megin markmið verkefnisins er að græða upp land og rækta skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og auka nýtingarmöguleika svæðisins, s.s. til útivistar. Einnig að vinna að stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið, endurheimt vistkerfa til að auka líffræðilega fjölbreytni, og framkvæmd laga um skógrækt og laga um landgræðslu, styðja við atvinnuþróun og eflingu byggðar á svæðinu.

Dagskrá:

17:00   Þorláksskógar – hvaða þýðingu hefur verkefnið fyrir samfélagið?
Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri og Árni Bragason, landgræðslustjóri.

17:20   Með sandinn í skónum – reynslusaga íbúa Þorlákshafnar.
Edda Laufey Pálsdóttir, íbúi í Þorlákshöfn.

17:30   Þorláksskógar – markmið, ávinningur, verkáætlun og fjárhagsáætlun.
Garðar Þorfinnsson, Landgræðslu ríkisins og Hreinn Óskarsson, Skógræktinni.

17:50   Engill í eigin tré – framtíðarsýn.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skógræktinni.

18:10   Fyrirspurnir og umræður.

18:30   Fundarslit.

Fundarstjóri: Anna Björg Níelsdóttir

Skip to content